Hér fyrir ofan má heyra brot af opnunartónleikunum en þeim verður útvarpað í heild á sunnudag. Hér leika Josefowicz og Novacek æsilegan og glæsilegan kafla úr sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Sergei Prokofíev.
Framhald af hátíðinni í Los Angeles
Í vor hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla tónlistarhátíð þar sem íslensk tónlist og íslenskir flytjendur voru í forgrunni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar ásamt Esa-Pekka Salonen var Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands að kvitta fyrir og því blæs hljómsveitin til tveggja vikna hátíðar, dagana 3. - 12. október, þar sem tónlist frá Los Angeles skipar veglegan sess.