Lopastripp með Skálmöld

Mynd: RÚV / RÚV

Lopastripp með Skálmöld

22.06.2018 - 11:01
Hver sýning er ólík þeirri næstu hjá Reykjavík Kabarett samkvæmt Margréti Erlu Maack og Gógó Starr. Perlukjólar, burlesque, blöðrur og lopapeysustripp er aðeins brot af því sem er í boði á sýningum hópsins.

Margrét Erla og Gógó segja kabarett vera eins konar augnablikslist þar sem að hver og einn vinnur sitt atriði sem að saman verða svo að einni stórri sýningu. Þau eru sífelt að breyta og bæta atriðin sín og búa til ný. Gógó er til dæmis að byrja með nýtt atriði sem að felst í því að strippa úr lopapeysu og lopahönskum með Skálmöld.  

Kabarettinn sýnir á fullu í sumar en Margrét Erla og Gógó eru líka á leiðinni á Evróputúr. „Við ætlum að leita upp klístraða kabarett staði og sveitt svið,“ segir Gógó en þau ætla meðal annars að vera í Helsinki, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Berlín og London.

Hægt er að fylgjast með Reykjavík Kabarett á Facebook sem og á heimasíðu þeirra.

Margrét Erla og Gógó Starr voru gestir í Núllinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.