Löng bið á bráðamóttökunni

15.07.2010 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Álag á bráðamóttöku Landsspítalans er svo mikið að starfsmenn komast ekki í mat segir yfirlæknir móttökunnar. Sjúklingur beið í gær í fimm klukkutíma til að fá saumuð tíu spor í höndina á sér. Elísabet Benediktsdóttir, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að ástandið muni ekki lagast fyrr en í september.

Elísabet staðfestir að mikið hafi verið að gera í gær. „Biðtíminn er í lengra lagi yfir sumartímann. Bæði er mikið að gera, bæði meira að gera heldur en á veturna, sérstaklega á slysavængnum hjá okkur. Svo er færra fólk í vinnu vegna sumarleyfa."