Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lokauppgjör vegna rannsóknarnefnda

15.08.2014 - 17:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Forsætisnefnd Alþingis fjallar nú um lokauppgjör á fjármálum rannsóknarnefnda Alþingis sem og lagabreytingar og viðbrögð í ljósi reynslunnar af þeim.

Fram hefur komið að kostnaður vegna þriggja rannsóknarnefnda þingsins er kominn yfir 1400 milljónir króna. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem sæti á í fjárlaganefnd, hefur gagnrýnt kostnaðinn og sagt að skýrslurnar um fall bankanna, Íbúðalánasjóð og sparisjóðina hafi verið unnar án eftirlits, en nefndarstarfið fellur undir forsætisnefnd Alþingis. Karl segir að farið hafi verið af stað án þess að fyrir lægju fjárhagsáætlanir. Hann segir Alþingi hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu.