Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Lokatölur úr Reykjavík norður

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Hrafn - RÚV
Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).

Davíð Oddsson var með 12,9 prósent (4.311) og Sturla Jónsson 3,4 prósent (1.144). Elísabet Jökulsdóttir hlaut 1,2 prósent atkvæða (408). Aðrir fengu 0,3 prósent atkvæða eða minna. 

Kjörsókn í Reykjavíkur norður var 75,1 prósent. Það er talsvert meira en í forsetakosningum fyrir fjórum árum þegar 66,5 prósent kjósenda í Reykjavík norður kusu. Þá lýsti Ólafur Ragnar Grímsson, nýendurkjörinn forseti, áhyggjum af því hversu lág kjörsóknin væri á höfuðborgarsvæðinu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV