Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).