Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Lokatölur úr öllum kjördæmum

26.06.2016 - 09:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Ísland með 39,1 % atkvæða. Talningu er lokið í öllum kjördæmum. Síðustu tölur úr Norðvesturkjördæmi bárust klukkan hálf níu í morgun.

Halla Tómasdóttir fékk 27,9 prósent atkvæða, Andri Snær Magnason 14,3 prósent, Davíð Oddsson 13,7 prósent og Sturla Jónson 3,5 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu innan við eitt prósent atkvæða. Kjörsókn var 75,7 prósent.  

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi bárust nú á níunda tímanum. Þar eru 21.424 á kjörskrá og talin atkvæði voru 16.798. Kjörsókn var 78,4%. Þar voru niðurstöður þær að Guðni fékk 6.953 atkvæði, eða 42%, Halla Tómasdóttir fékk 5.292 atkæði eða 32%, Davíð Oddsson 2.338 atkvæði og 14,1%,  Andri Snær Magnason 1.184 atkvæði og 7,2 prósent og Sturla Jónsson 531 atkvæði og 3,2%. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í Norðausturkjördæmi er 29.531 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 22.487. Guðni Th. fékk 9.996 atkvæði eða 45,1%, Halla Tómasdóttir 6.884 atkvæði og 31%, Davíð Oddsson 2,488 atkvæði og 11,2%, Andri Snær 1.981 atkvæði og 8,9% og Sturla Jónsson 560 atkvæði og 2,5%. Aðrir fengu undir 1% atkvæða.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru 46.097 á kjörskrá og talin atkvæði voru 34.170 eða 74,1%. Guðni Th. fékk þar 12.953 atkvæði eða 38,5%, Halla fékk 7.890 atkvæði og 23,5%, Andri Snær 6.432 atkvæði og 19,1%, Davíð Oddsson 4.583 atkvæði og 13,6% og Sturla 1.229 atkvæði og 3,65%. Aðrir fengu undir 1% atkvæða.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru 45.338 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 34.050 eða 75,1%. Niðurstöður þar eru þær að Guðni fékk 12.055 atkvæði eða 36%, Halla 7.363 atkvæði og 22%, Andri Snær 7.964 atkvæði og 23,8%, Davíð 4.311 atkvæði og 12,9% og Sturla 1.144 atkvæði og 3,4%. Aðrir frambjóðendur fengu undir 1%.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í Suðvesturkjördæmi eru 67.478 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 51.753 eða 76,7%. Guðni fékk 20.358 atkvæði eða 39,9%, Halla 14.765 atkvæði og 28,9%, Davíð 7.087 og 13,9%, Andri Snær 6.591 atkvæði og 12,9%, Sturla 1.677 atkvæði og 3,3%. Aðrir fengu undir 1% atkvæða.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í Suðurkjördæmi eru 35.136 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 26.132 eða 74,4%. Þar fékk Guðni 9.041 atkvæði eða 35,2%, Halla 8.801 atkvæði eða 34,2%, Davíð 4.301 atkvæði og 16,7%, Andri Snær 1.885 atkvæði og 7,3% og Sturla 1.305 atkvæði og 5,1%. Aðrir fengu undir 1%.

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV