Þrír flokkar fengu tvo þingmenn hver í Norðvesturkjördæmi og tveir til viðbótar einn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn varð flokka stærstur með 24,5 prósent og Framsóknarflokkurinn næststærstur með 18,4 prósent. Þriðji flokkurinn til að fá tvo þingmenn í kjördæminu var Miðflokkur með 14,2 prósent þrátt fyrir að Vinstri-græn fengju 17,8 prósent en einn þingmann. Það skýrist af skiptingu jöfnunarþingsæta milli flokka og kjördæma.