Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Loka hálendinu norðan Dyngjufjalla

03.09.2014 - 09:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendi Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta.

Þetta er gert vegna þess að enn er hætta á flóðum, ef gýs undir jökli.

Enn er opin leiðin að Dettifossi vestan Jökulsár. Lokað svæði má sjá hér.