Loka fyrir vef með gagnrýni á Pútín

12.12.2017 - 20:56
epa05931405 Russian policeman walks out from an office building during a search in the office of Khodorkovsky's Open Russia organization in Moscow, Russia, 27 April 2017. Prosecutor the General's Office announced a ban on Open Russia as an
Húsleit lögreglu á skrifstofum Opins Rússlands í apríl 2017.  Mynd: EPA
Rússnesk stjórnvöld lokuðu í dag fyrir aðgang að vefsíðum samtaka sem eru andsnúin Pútín og fjármögnuð af Mikhail Khodorkovsky, fyrrum ríkasta manni Rússlands, sem nú er í útlegð í Bretlandi.

Loka á fyrir aðgang að vefsíðum samtakanna Opið Rússland vegna „óæskilegrar“ starfsemi þeirra, að því er AFP fréttaveitan greinir frá. Khodorkovsy var í haldi í Rússlandi í áratug fyrir fjársvik. Stuðningsmenn hans eru þó þeirrar skoðunar að hann hafi verið í haldi vegna andstöðu sinnar við PútínKhodorkovsky hefur fjármagnað starfsemi samtakanna sem berjast fyrir fjölbreytileika í stjórnmálum í Rússlandi og hafa staðið fyrir mótmælum gegn Pútín

Khordorkovsky ávarpaði fund samtakanna í gegnum fjarfundarbúnað síðasta laugardag og hvatti til þess að samtökin myndu styðja við Kseniu Sobchak og Alexei Navalny, mótframbjóðendur Pútíns í forsetakosningum í mars, að því er Interfax fréttastofan greinir frá.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa harðlega fordæmt þá ákvörðun rússneskra stjórnvalda að loka fyrir aðgang að vefsíðunum og segja hana tilraun til að koma í veg fyrir raddir annarra en stjórnvalda heyrist í fjölmiðlum. Vefir Opins Rússlands voru ekki aðgengilegir í Moskvu síðdegis í dag. Enn er hægt að lesa síðurnar utan Rússlands.

AFP fréttaveitan greinir frá því að rússnesk stjórnvöld hafi áður haft afskipti af samtökunum. Húsleitir hafi verið gerðar á skrifstofum þeirra og á heimilum starfsmanna. Rannsóknarnefnd rússneska ríkisins hefur lýst því yfir að húsleitirnar hafi verið gerðar til að leita sönnunargagna vegna gruns um að samtökin fái sent fé að utan.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi