Umhverfisstofnun lokar á morgun Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fyrir umferð gesta. Um er að ræða gönguslóða meðfram gilinu en svæðið er á náttúruminjaskrá. Svæðið er mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna, snöggra veðrabreytinga, hlýinda og mikillar vætu.