Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Lögreglumenn á reiðhjólum

03.06.2013 - 20:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglumönnum á reiðhjólum er ætlað að bæta umferðarmenningu. Þeir eru sýnilegir og geta stytt viðbragðstíma.

Hjólaumferð eykst, hjólastígum fjölgar og undanfarið hefur fjölförnum götum höfuðborgarinnar verið lokað fyrir bílaumferð yfir sumartímann. Lögreglan í Reykjavík bregst við tíðarandanum en til stendur að löggur sinni skyldum sínum rúllandi um á reiðhjólum á næstunni.

Tvær löggur ætla ekki að finna upp hjólið í fræðunum heldur fara út fyrir landsteinana á undirbúningsnámskeið fyrir komandi verkefni sem á sér ýmsar skýringar. Stefán Fróðason lögreglur maður nefnir þar til dæmis samskipti við almenning. "Lögreglumenn á reiðhjólum eru aðgengilegri heldur en þeir sem keyra framhjá í bíl. Fleiri gefa sig á tal við lögregluna. Síðan hentar þetta vel í þéttri byggð, og þar sem umferð á ökutækjum gengur hægt."

Nokkuð ljóst er að margra tíma vakt lögreglumanns á reiðhjóli getur orðið hörkupúl enda þarf að hjóla þangað sem alls konar verkefni leiða laganna verði. En hefur íslensk veðrátta áhrif á klæðaburð hjólandi lögreglumanna?

"Við ætlum að byrja á því að panta fatnað sem er notaður mikið í Bandaríkjunum sem er vatnsvarinn og vindheldur, á að anda vel og vera hentugur í þetta" segir Stefán.