Lögregla var kölluð til í dag þegar fjöldi ferðamanna var kominn út á ísinn á Jökulsárlóni og hafði stefnt sér í hættu. Tugir manna þrömmuðu um ísinn þar sem hann liggur alveg upp að fjörunni, spókuðu sig þar og mynduðu í bak og fyrir. Meðal þeirra sem mynduð voru á ísnum úti á lóninu voru brúðhjón í sínu fínasta pússi. Voru sumir komnir langt út á ísinn.