Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lögregla lokaði hluta miðborgar Lundúna

09.03.2019 - 16:43
Erlent · Bretland · London
Mynd með færslu
 Mynd:
Westminister-brú og Victora Embankment í miðborg Lundúna var lokað í dag eftir að grunsamlegt farartæki fannst í næsta nágrenni við þinghúsið. Fréttamaður Sky News segir í færslu á Twitter að farartækinu sé lagt á stað þar sem fjöldi þingmanna er með skrifstofur.

Höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni eru einnig þarna í næsta nágrenni. Guardian greinir frá því að farartækið grunsamlega hafi ekki reynst hættulegt og því hefur lokunum verið aflétt. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir