Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Lögregla leitar tveggja manna í Kaupmannahöfn

01.09.2016 - 00:56
Erlent · afbrot · Danmörk
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið einn mann vegna skotárásarinnar í Kristíaníu í gærkvöld þar sem þrír urðu fyrir skoti. Tveggja er enn leitað.

Atburðurinn átti sér stað í Kristíaníu um 11 leitið í gærkvöld að staðartíma, er tveir lögreglumenn ætluðu að handtaka mann sem áður hefur komið við sögu lögreglu vegna fíkniefna mála. Maðurinn dró þá upp byssu, skaut á lögreglumennina og lagði þvínæst á flótta. Annar þeirra særðist á höfði og liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hinn lögreglumaðurinn er særður á fæti. Auk þeirra, særðist almennur borgari, en ekki af skotum lögreglu.

Lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn, Thorkild Fogde, segir að lögreglan viti hver ódæðismaðurinn er og skorar á hann að gefa sig fram. Lögreglan hefur nú birt mynd af manninum, sem er á þrítugsaldri, álitinn hættulegur og tekur viðbúnaður lögreglunnar mið af því. Sérsveitir leita mannsins í Kristíaníu og öllum leiðum inn og út hefur verið lokað.

Jón Þór Víglundsson
Fréttastofa RÚV