Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lögin í Söngvakeppninni frumflutt á morgun

22.01.2015 - 20:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Söngvakeppnin 2015 er handan við hornið og á morgun, föstudaginn 23. janúar, verða lögin 12 sem valin hafa verið til þátttöku frumflutt. Lögin verða aðgengileg strax í fyrramálið hér á vef keppninnar.

Flutningurinn hefst í Morgunútgáfunni í fyrramálið og svo fá lögin að hljóma yfir daginn í þáttum Rásar 2. 

Báðar undankeppnirnar og úrslitin fara fram í Háskólabíói, sex lög keppa á hvoru undankeppniskvöldi, þann 31. janúar og 07. febrúar næstkomandi.  Þjóðin kýs þrjú lög áfram úr hvorri undankeppni og svo velur dómnefnd sjöunda lagið til úrslitakeppninnar.  Úrslitin fara fram 14. febrúar og er miðasala hafin á öll þrjú kvöldin, hægt að næla sér í miða á midi.is. Auk laganna sem keppa verður boðið uppá skemmtiatriði og meiri tónlist, má þar nefna Ingó veðurguð, Gunna og Felix og Sveppa og Villa.