Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lög á verkfallsaðgerðir engin óskastaða

14.05.2014 - 15:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir það enga óskastöðu að ríkisstjórnin hafi ákveðið að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. Þó að lögin hafi verið sett þurfi enn að ná samningum í kjaradeilu flugmanna við Icelandair.

„Við viljum að sjálfssögðu hafa samninga við alla okkar starfsmenn og þar eru flugmenn ekkert undanskildir," segir Björgólfur. „Það er ekki gott fyrir félagið né heldur flugmenn, en ég held að maður líti fyrst og síðast á það hjá ríkisstjórninni að þetta sýni hvað þetta félag er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag." Hann bætir við að besta staðan væri auðvitað sú að ná samningum svo sátt geti ríkt í félaginu. 

Ljóst sé að Icelandair hafi orðið fyrir gífurlegu tjóni vegna verkfallsaðgerðanna á föstudag og sunnudag. Það verði þó ekki sagt til um á þessu stigi hversu mikið það var. 

Hann undirstrikar þó að verkefnið um að ná samningum í kjaradeilunni sé ekki farið þó að lög komi á og nauðsynlegt sé að leysa það skjótt á einn eða annan hátt.

„Það er okkar skylda sem við þurfum að afgreiða og leysa"

[email protected]