Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Löfven: „Þetta er sorgardagur“

08.04.2017 - 11:25
epa05894737 Swedish Prime Minister Stefan Loefven makes a statement after a truck reportedly crashed into a department store in central Stockholm, Sweden, 07 April 2017. A truck has driven into a department store on Drottninggatan street (Queen Street) in
 Mynd: EPA
Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar segir að minningarathöfn verði haldin á mánudag um þá sem létu lífið í árásinni í Stokkhólmi í gær. Mínútuþögn verður klukkan tólf að staðartíma. „Þetta er sorgardagur,“ sagði hann við fréttamenn í hádeginu á Drottningargötunni þar sem ódæðið átti sér stað. Það hefur nú verið skilgreint sem hryðjuverk.

„Ég tel að allir finni fyrir reiði, jafnvel ég. En við verðum að beina reiðinni í uppbyggilega átt.  Við getum aldrei komið algjörlega í veg fyrir svona atburð, en það er mikilvægasta verkefni stjórnvalda að sjá til þess að allir í Svíþjóð finni til öryggis.“

Löfven talaði einni um að í árásinni hefðu Svíar sýnt örlæti sitt og samhug. Fjöldi fólks hefði opnað heimili sín fyrir fólki sem komst ekki heim til sín í gær því að lestarkerfinu var lokað eftir árásina. „Þennan styrk getur enginn tekið frá okkur,“sagði Lövfen. 

 

epa05896434 People lay flowers near the crime scene in central Stockholm, Sweden, 08 April 2017, the morning after a hijacked beer truck ploughed into pedestrians on Drottninggatan and crashed into Ahlens department store, killing four people, injuring 15
 Mynd: EPA