Mynd: EPA

Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.
Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar segir að minningarathöfn verði haldin á mánudag um þá sem létu lífið í árásinni í Stokkhólmi í gær. Mínútuþögn verður klukkan tólf að staðartíma. „Þetta er sorgardagur,“ sagði hann við fréttamenn í hádeginu á Drottningargötunni þar sem ódæðið átti sér stað. Það hefur nú verið skilgreint sem hryðjuverk.
„Ég tel að allir finni fyrir reiði, jafnvel ég. En við verðum að beina reiðinni í uppbyggilega átt. Við getum aldrei komið algjörlega í veg fyrir svona atburð, en það er mikilvægasta verkefni stjórnvalda að sjá til þess að allir í Svíþjóð finni til öryggis.“
Löfven talaði einni um að í árásinni hefðu Svíar sýnt örlæti sitt og samhug. Fjöldi fólks hefði opnað heimili sín fyrir fólki sem komst ekki heim til sín í gær því að lestarkerfinu var lokað eftir árásina. „Þennan styrk getur enginn tekið frá okkur,“sagði Lövfen.
Mynd: EPA