Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Loftslagssamningur samþykktur með klappi

Mynd: AP / AP
French Foreign Minister and president of the COP21 Laurent Fabius uses to hammer to to mark the adoption of the agreement while  United Nations climate chief Christiana Figueres looks on during the final conference at the COP21, the United Nations
 Mynd: AP
Mynd: EBU / EBU
Tímamótasamkomulag í loftslagsmálum náðist í kvöld á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Samningurinn var samþykktur einróma, með atkvæðum 195 þjóða, laust fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Mikil fagnaðarlæti brutust út í fundarsalnum þegar ljóst var að samkomulagið væri í höfn. Fulltrúar margra þjóða táruðust af gleði yfir því að samkomulag hefði náðst.

Það var Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sem lýsti því yfir að loftslagssamningurinn hefði verið samþykktur samhljóða. - Ég lít yfir salinn og sé að allir eru jákvæðir, enginn virðist ætla að hreyfa andmælum, sagði Fabius og barði með hamri sínum í borðið til marks um að allir væru nýja samningnum samþykkir.