Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Loftslag: Breytingar til sjós og lands

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Breytingar á gróðurfari og í útbreiðslu fiskistofna halda áfram að vera miklar eins og þær hafa verið undanfarin 20 ár af völdum hlýnunar. Þetta segja sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Hafrannsóknarstofnunar sem sæti áttu í vísindanefndinni, sem skilaði loftslagsskýrslu í dag. 
Mynd með færslu
 Mynd: Landmælingar Íslands / Kieran  - RÚV
Hoffellsjökull 1982

Þetta er tunga Hoffellsjökuls árið 1982 og er byggð á ljósmyndum Landmælinga Íslands, sem Kieran Baxter skeytti saman, og sýna myndun jaðarlóns og lækkun yfirborðs jökulsins þangað til í fyrra.

Mynd með færslu
 Mynd: Landmælingar Íslands / Kieran  - RÚV
Hoffellsjökull 2017

Íslenskir jöklar hafa hopað um 2000 ferkílómetra frá því í lok 19. aldar þar af um 500 ferkílómetra á þessari öld. En hlýnandi loftslags gætir víðar en á jöklum: 

„Það eru miklar gróðurfarsbreytingar og þá sérstaklega á norðurhluta landsins og vesturhluta landsins  þar sem hafa orðið töluvert miklar breytingar síðustu 20 árum,“ segir Trausti Baldursson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en á sæti í vísindanefnd um loftslagsbreytingar sem kynnti skýrslu sína í dag.

Breytingar eru líka af öðrum ástæðum eins og minna beitarálagi. Og fuglalífið hefur breyst. Til dæmis hefur jaðrakan hefur flýtt komu sinni hingað á vorin síðustu ár. Hann flýgur frá Vestur-Evrópu. Spóinn kemur lengra að og stofnar langdrægra farfugla standa verr en áður því þeir, eins og spóinn, hafa ekki aðlagað komutíma sinn. 

„Til dæmis hefur sjófuglum mikið fækkað og það má rekja til þess meðal annars að sandsíli hefur horfið.“Og í ferskvötnum hafa orðið breytingar og hefur bleikjan verið að hörfa úr grunnum vötnum.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Trausti Baldursson

Margvíslegar breytingar hafa líka orðið í hafinu umhverfis landið síðustu 20 ár. Sjórinn hefur súrnað og það hefur áhrif á vistkerfið. Og útbreiðsla fiskistofna hefur breyst, segir Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrannsóknarstofnun sem situr í vísindanefndinni:

„Suðlægar tegundir hafa verið að færast norður fyrir land til dæmis. Og áframhaldandi hlýnun hún mun kannski stuðal að frekari tilflutningi á þessum suðlægari tegundum norður fyrir land og svo hugsanlega að norðlægari tegundir þær munu hopa þá frá landinu.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Ólafur S. Ástþórsson
Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV