Loftmengun vegna kísilvers kynnt á morgun

05.09.2018 - 21:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar á kísilverinu PCC á Bakka á Húsavík verða kynntar á opnum fundi í bænum eftir hádegi á morgun. Þá kynnir fulltrúi fyrirtækisins umhverfisvöktun þess.

Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisstofnun kynnir niðurstöður loftmengunar eftir að verksmiðjan tók til starfa á Bakka.  Nánari upplýsingar um fundinn má sjá hér

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi