Svifryksmengun er þegar komin langt upp fyrir heilsufarsmörk víða á höfuðborgarsvæðinu og var loft skilgreint sem „mjög slæmt“ á fjórum mælistöðvumum skömmu eftir miðnætti: á Dalsmára í Kópavogi, þar sem öll mengunarmet voru slegin um síðustu áramót, á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og við Egilshöll og Grensásveg í Reykjavík. Þá telst loft slæmt við mælistöðina í Húsdýaragarðinum í Laugardal og einnig í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.