Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Lóðréttur úti í á á rennisléttum dekkjum

11.01.2014 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekki er vitað hversu margir voru í fólksbílnum sem nú stendur nánast lóðréttur upp úr á við bæinn Eilífsdal í Kjós.

Þar hefur hann fengið að vera undanfarnar þrjár til fjórar vikur, eða allt frá því ökumaður bílsins missti stjórn á honum í fljúgandi hálku með þeim afleiðingum að hann endaði með afturhlutann ofan í ánni. Eftir því sem næst verður komist sluppu allir ómeiddir. Ekki er vitað hversvegna bíllinn hefur ekki verið fjarlægður. Hugsanlega er það sökum þess að hálka er enn á veginum en það getur líka haft eitthvað með það að gera að bíllinn er á rennisléttum dekkjum. Því er engin furða að svona hafi farið og mikil mildi að ekki fór verr. Þá hefur það að öllum líkindum verið óhugguleg reynsla fyrir fólkið í bílnum að klöngrast út úr honum við þessar aðstæður.