Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Loðnukvótinn um 100 þúsund tonn

23.01.2016 - 09:02
Loðna
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Íslenskum útgerðum verður heimilt að veiða um 100 þúsund tonn af loðnu á núverandi vertíð. Það er um fjórðungur af aflaheimildum síðasta árs. Hafrannsóknarstofnun birti í gær árlegt stofnstærðarmat sitt.

Í samtali við Morgunblaðið gagnrýnir framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hversu stóran hlut af heildarafla Norðmenn fái. Heildaraflinn nemur um 170 tonnum og fá Norðmenn um 45 þúsund tonna kvóta.

Á undanförnum árum hefur útflutningsverðmæti loðnu sveiflast mikið og verið á bilinu tólf til rúmir þrjátíu milljarðar á ári. Útlit er fyrir að útflutningsverðmætin í ár verði við neðri mörk þess en innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir gæti einnig haft neikvæð áhrif.

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV