Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ljótur pólitískur leikur

06.05.2014 - 16:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lekamálið sé ljótur pólitískur leikur. Hún ítrekaði á Alþingi í dag að hún hefði aldrei sagt þinginu ósatt. Hún gæti ekki upplýst um tilurð þeirra gaga sem fjölmiðlar fengu á sínum tíma því þau væru ekki úr ráðuneytinu.

Það kom ekki á óvart að lekamálið svokallað var rætt á Alþingi í dag bæði vegna fundarstjórn forseta og í óundirbúnum fyrirspurnum. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu sem lagði fram fyrirspurn um málið í lok janúar ásamt Merði Árnasyni krafðist þess að ráðherra svaraði fyrirspurninni í ljósi þess að nú hefði ráðuneytið sent frá sér tilkynningu í kjölfar dóms Hæstaréttar og þeirra upplýsinga sem þar koma fram um lögreglurannsóknin sem fer fram vegna minnisblaðs um hælisleitendann Tony Omos.  Innanríkisráðherra hefur neitað að svara um efnisatriði málsins vegna þess að lögreglurannsókn stendur yfir. Valgerður sagði að nú væru ekki lengur forsendur fyrir því að draga þingmenn á svari.

Bjarkey Gunnarsdóttir Vinstri grænum beindi fyrirspurn til Hönnu Birni. Hún gagnrýndi ráðherra fyrir að aðhafast ekki með fullnægjandi hætti strax í málinu nú þegar ljóst væri minnisblaðið hefði orðið til í ráðuneytinu og að um refisvert athæfi í ráðuneytinu væri að ræða. Ráðherra hefði í staðinn bent á aðrar stofnanir sem hugsanlega hefðu lekið plagginu. Hún sagði ömurlegt að halda því fam að málið væri pólitískur spuni eins og ráðherra hélt fram í hádegisfréttum. 

"Ef gögn eru búin til í ráðuneytinu hljóta þau að fara þaðan út með einhverjum hætti. Því spyr ég ráðherra. Hvernig getur hún ítrekað sagt að hún standi við allt sem hún hefur sagt þegar nú liggur fyrir eftir rannsókn lögreglu að slíkt stenst ekki," sagði Bjarkey

Hanna Birna ítrekaði að rannsókn væri ekki lokið og enginn gæti fullyrt að starfsmenn ráðuneytisins hefðu gerst sekir um refsivert athæfi. Hún sagði að menn gætu reynt að halda því fram að hér væri ekki um pólitískan spuna að ræða.

"Ég er reyndar þeirrar skoðunar og mun ekki útala mig um það fyrr en rannsókn þessa máls er lokið, að þetta sé meira en póitískur spuni. Þetta sé talsvert ljótur póltískur leikur vegna þett að málið snýst miklu meira um þá sem hér stendur heldur en um þann sem málið á að snúast um, sem er umræddur hælisleitandi."

Hún sagði ekkert óeðilegt að gerð væru minnisblöð um mál hælisleitanda. Ef það kæmi í ljós að minnisblaðið eða samantektin hefði farið úr ráðuneytinu með óeðlilegum hætti yrði tekið á því. Hún benti á að tvö plögg væru í gangi annars vegar það sem ráðuneytið hefði gert.

Ráðherra neitaði því að hún væri að bregðast þinginu með því að svara ekki. Hún gæti einfaldlega ekki upplýst um málið vegna þess að hún vissi ekki hvernig plaggi sem ekki hefði verið ritað í ráðuneytinu hefði verið komið í hendur blaðamanna. Og hún ítrekaði að hún hefði aldrei sagt þinginu ósatt.