Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ljóst að kosningar verða 29. október

01.09.2016 - 23:01
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að núverandi löggjafarþingi ljúki 29. október. Þar með virðist það fyllilega ljóst að Alþingiskosningar verða þann dag.

Frumvarpið felur í sér að yfirstandandi löggjafarþingi verði framlengt til 29. október. Setning reglulegs Alþingis sem ætti að fara fram 13. september frestast því og verður sett að afloknum kosningum. Í greingerð frumvarpsins kemur fram að það þyki hentugra fyrir störf Alþingis að núverandi löggjafarþingi verði haldið áfram.

Fyrst verður hægt að rjúfa þing 15. september næstkomandi miðað við að kjördagur verði 29. október, þar sem Alþingiskosningar skulu fara fram innan 45 daga frá því að þingrof er tilkynnt.

 

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV