Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ljósmæður leggja skóna á hilluna

01.07.2018 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Uppsagnir tólf ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi á miðnætti. Nokkrar þeirra hafa birt myndir á samfélagsmiðlum af skóm sínum og starfsmannaskirteini með yfirskriftinni; búin að stimpla mig út af Landspítala. Ljósmóðir leggur skóna á hilluna.

Vegna kjaradeilunnar hafa ljósmæður undanfarið sameinast á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #áframljósmæður og #égstyðljósmæður.

Enn fleiri ljósmæður hafa sagt upp á heilbrigðisstofnunum víðsvegar um landið. Að óbreyttu munu því enn fleiri ljósmæður láta af störfum næstu mánaðarmót. Næsti samningafundur ljósmæðra við ríkið er á fimmtudaginn. 

Guðrún Pálsdóttir, ljósmóðir, segir frá því að hún hafi lokið sinni síðustu vakt eftir 20 ára starfsferil á Landspítalanum.

Atkvæðagreiðsla um verkfall á yfirvinnu ljósmæðra hófst fyrir helgi. Fimmtán dagar þurfi að líða frá því að verkfallstilkynning er afhent, þar til yfirvinnubannið taki gildi. Sé yfirvinnuverkfall samþykkt í kosningunni hefst það um miðjan júlí. 

Signý Scheving Þórarinsdóttir er ein af þeim sem sagt hefur upp vegna deilunnar. Henni er hugsað til foreldra sem eiga von á barni í sumar.