Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ljósar rúgbollur með makrílmús

16.03.2016 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd: DR
12 stk. (Ath. Deigið á að bíða í ísskáp til næsta dags)

 

Innihald:
5 dl ýmir
25 g ger
10 g flögusalt
50 g sólblómafræ
200 g rúgmjöl
um það bil 200 g hveiti

 

Til að pensla og sáldra:
1 dl vatn
flögusalt á hnífsoddi
50 g söxuð sólblómafræ

 

Aðferð:

 

Hellið ými, geri, salti, sólfíflafræjum, rúgmjöli og helmingnum af hveitinu í hrærivélarskálina. Hnoðið deigið vel við meðalhraða í 5 mínútur. Bætið meira hveiti við deigið þegar það blandast saman. Hnoðið deigið áfram á meðalhraða í 15 mínútur.

Smyrjið botn og hliðar á stórum plastdunki eða stórri skál með hlutlausri olíu og setjið plast eða filmu yfir dunkinn eða skálina.

Setjið deigið í ískáp til næsta dags.

Leggið deigið, sem hefur beðið, varlega á borð með svolitlu hveiti.

Skiptið deiginu í 12 stykki og rúllið þeim í borðið, mótið það síðan í aflöng smábrauð.

Setjið þau á bökunarplötu með smjörpappír með aðeins 1 sm millibili.

Látið þau nú lyfta sér undir klút í um það bil eina klukkustund.

Hrærið saman vatn og salt og penslið bollurnar jafn og varlega og sáldrið söxuðum sólfíflafræjum yfir. Bakið í 200 gráðu heitu ofni þar til þau eru vel gullin og bökuð á botninum, um það bil 15 mínútur, allt eftir ofninum.

Makrílmús

Innihald:
Ferskreyktur makríll – án beina
Um það bil 1 dl sýrður rjómi 18%
Svolítill sítrónusafi
Handfylli af graslauk
Handfylli af salati
Salt og pipar

 

Aðferð:

 

Rífið ferskreyktan makrílinn – án beina – í lítil stykki.
Blandið öllum innihaldsefnum varlega saman í skál og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

 

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir