Ljóðskáld nenna ljóðrænum verkefnum

Mynd: Kristrún Birgisdóttir / Kristrún Birgisdóttir

Ljóðskáld nenna ljóðrænum verkefnum

07.06.2017 - 18:46

Höfundar

Þær Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson  og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP  (Poeter orkar Poetiska Projekt) verða í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta með sitt skemmtilega prógramm Heim úr öllum áttum. Þær eru búnar að lesa upp í Listasafni Árnesing og á Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðustu daga við frábærar undirtektir.

 Þá verða flytjendur með þeim stöllum íslensku verðlaunaskáldin Þórdís Gísladóttir, Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir sem sjá um túlkanir á íslensku.

Hér má heyra slammskáldið Louise Halvardson flytja ljóð sitt Fröken Småland eða Ungfrú Smálönd og Þórdísi Gísladóttur flytja þýðingu sínar.