Ljóð, leiklist og lifandi tónlist

Mynd: RÚV / RÚV

Ljóð, leiklist og lifandi tónlist

21.06.2018 - 12:27
Draumur á Jónsmessunótt er þema ljóðasýningar í Iðnó í kvöld, fimmtudag, á vegum Rauða skáldahússins.

Sýningin er eins árs afmælissýning Rauða skáldahússins og er eins konar sambland af ljóðalestri, kabarett, leikhúsi og lifandi tónlist.

Til að mynda verður hægt að kaupa einkalestur á ljóðum frá skáldunum sjálfum og láta spá fyrir sér, auk þess sem Hallgrímur Helgason og Cornelia Travnicek lesa upp úr verkum sínum.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um Rauða skáldahúsið og viðburðinn á heimasíðu hópsins og á Facebook

Nanna Gunnarsdottir, listrænn stjórnandi sýningarinnar, og Ragnheiður Erla, eitt af ljóðskáldunum, voru gestir í Núllinu en hægt er að hlusta á viðtalið við þær í spilaranum hér fyrir ofan.