Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

LÍÚ vill ganga lengra í að lækka veiðigjöl

15.06.2013 - 19:17
Mynd með færslu
 Mynd:
LÍÚ fagnar nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra um lækkun veiðigjalda. Framkvæmdastjórinn segir það vera skýra yfirlýsingu um að þau lög sem fyrri ríkisstjórn setti um veiðigjaldið verði afnumin.

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU segir frumvörpin hvorki hafa staðist að formi né efni og hefðu stórskaðað atvinnugreinina. Hann segir fjöldi útgerða hefði lagt upp laupana og önnur drabbast niður: „Það eru bæði smá og stór fyrirtæki. Það eru til dæmis útgerðir sem ekki eru með fiskvinnslu. Samkvæmt lögunum átti að skattlegja útgerðir vegna hagnaðar óskyldra aðila sem eru í fiskvinnslu sem auðvitað gengur ekki upp. Ekki vegna tekna eða hagnaðar þeirra sjálfra heldur óskyldra aðila. Á endanum hefði þetta skaðað atvinnugreinina alla.“

Friðrik Jón er líkt og sjávarútvegsráðherra, sannfærður um að lækkun veiðigjaldanna muni auka tekjur ríkissjóð þegar fram í sækir: „Ef fyrirtækin geta ekki fjárfest og geta ekki fjárfest í tækjum, þróun og nýjum búnaði, skipum, vinnslu og svo framvegis endar með því að við verðum ekki lengur samkeppnisfær og fáum lægra verð fyrir afurðirnar og meiri kostnað þannig að það er algjörlega augljóst.“

Friðrik Jón vill ganga lengra en gert er í nýja frumvarpinu með að lækka gjöldin: „Já, við teljum að það sé full ástæða til þess og það kemur á óvart að það á að hækka sérstaka veiðigjaldið um tæp 40% á uppsjávarfiski og við teljum að þarna sé gengið heldur langt, já. ))Mikilvægt sé að álagningin fari eftir afkomu fyrirtækjana. Og í fyrsta lagi þarf að takast að skapa þennan umframhagnað sem er skilgreindur sem hagnaður umfram það sem er í öðrum atvinnugreinum og þá þarf auðvitað að skattleggja líka aðrar atvinnugreinar sem nýta náttúruauðlindirnar með sama hætti. En ég hef ekki eina tölu í þessu samhengi.“ segir Friðrik Jón. 

Hann segir að ef einhverjir geti rekið fyrirtæki þar sem ríkið taki meira en allan hagnaðinn væri gaman að fá að kynnast slíku fólki og segist hann kalla eftir því.