Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Litlar pönnukökur með hrásultuðum hindberjum

15.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Í þættinum Sætt og gott bakaði Mette Blomsterberg þessar litlu pönnukökur með smjöri í lummupönnu og hún skreytti þær með hrásultuðum hindberjum. Þessi einfalda uppskrift á litlum amerískum pönnukökum er tilvalin fyrir notalegan hádegisverð.

 

Fyrir 6
Tími: 1 klukkutími, biðtími 2 klukkutímar.

 

Innihald:
150 g fersk hindber
1/2 pólýnesísk vanillustöng (jafngildir heilli venjulegri vanillustöng)
50 g sykur
50 g smjör
4 stór egg
150 g sykur
275 g hveiti
salt á hnífsoddi
2 tsk. lyftiduft
5 dl súrar áfir
aukasmjör til að baka pönnukökurnar í
ein lummupanna
svolítið hlynsíróp
svolítill flórsykur

 

Aðferð:
1
Hrásultuð hindber: Hreinsið og skolið hindberin varlega.
Skerið vanillustöngina langsum og skrapið kornin út með litlum hníf.
Merjið kornin saman með svolitlu af sykrinum svo að kornin aðskiljist.
Setjið vanillusykur og sykur út á hindberin og veltið öllu saman annað slagið.
Látið þetta „hrásulta“ í tvo klukkutíma.

 

2
Pönnukökudeig: Bræðið smjörið. Sláið eggin saman í skál.
Skerið vanillustöngina langsum og skafið kornin úr með litlum hníf.
Merjið kornin saman með svolitlu af sykrinum svo að kornin aðskiljist.

 

3
Setjið vanillusykur, sykur, hveiti, salt og lyftiduft í aðra stóra skál og blandið vel saman.
Setjið eggið hratt saman við hveitiblönduna og hrærið af krafti.
Bætið bræddu smjöri út og hrærið aftur.

 

4
Hellið nú súru áfunum smám saman út í þar til deigið er jafnt.
Setjið svolítið smjör í hvert hólf á lummupönnunni og setjið pönnuna á hellu við góðan hita.
Þegar smjörið er gullið fyllist hvert hólf vel af pönnukökudeigi.

 

5
Snúið þeim þegar þær eru gullnar og passið að baka þær ekki of mikið.

 

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir