Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Litlar líkur á aðild Íslands að ESB

10.06.2010 - 21:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Líkurnar á að Ísland gangi í Evrópusambandið eru nánast engar eins og staðan er. Þetta er mat Carsten Schymik, helsta sérfræðings Þýskalands í málefnum Norðurlanda. Hann segir klofna afstöðu stjórnmálamanna og andstöðu almennings ekki benda til þess að Íslendingar séu færir um eða viljugir til að laga sig að Evrópusambandinu.

Þýsk stjórnvöld vilja gjarnan að Ísland verði næsta aðildarland Evrópusambandsins. Þýska stjórnarandstaðan er þessu sammála. Carsten Schymik er líkast til helsti sérfræðingur Þýskalands um Norðurlönd, starfar  hjá helstu rannsóknarstofnun landsins í alþjóðamálum og veitir stjórnmálamönnum ráðgjöf. Hann segir áhuga Þýskalands á inngöngu Íslands í Evrópusambandið ekki einungis hafa með rómantíska Íslandsaðdáun að gera.

Schymik segir Þýskaland hafa hagsmuna að gæta og sjái mikla kosti við inngöngu Íslendinga í ESB. Það snerti náttúruauðlindirnar. ,,Fyrir utan fiskinn eru það endurnýjanlegar orkuauðlindir. Einnig ræðst það af mikilvægri legu landsins í N-Atlantshafi, sem eins konar gátt til Norðurskautsins. Íslendingar sem ein Norðurlandaþjóðanna aðhyllast svipuð samfélagsleg gildi og Þjóðverjar og þá í sambandi þessara 27 þjóðríkja, þar sem einnig eru sterk áhrif frá Miðjarðarhafsríkjunum."

Í baráttu innan sambandsins telja Þjóðverjar því að hagsmunir þeirra og Íslendinga geti farið saman, ólíkt mörgum þeim þjóðum sem gengið hafa í sambandið á nýliðnum árum.

En hvaða áhrif hefur þessi klofna afstaða ríkisstjórna og pólitískrar yfirstéttar á viðtökur umsóknar Íslendinga? Schymik segir að það hafi ákveðin áhrif og þá einkum með tilliti til annarra umsækjenda. Evrópusambandið vilji gjarnan að nýjar aðildarþjóðirsýni vilja til að laga sig að ESB til lengri og skemmri tíma. ,,Og við sjáum að nú þegar er klofningur bæði hjá almenningi og meðal stjórnmálamanna og þá vakna efasemdir um getu Íslendinga til að aðlagast ESB. Almennt séð eru líkur á inngöngu Íslands í ESB litlar.