Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Lítilsháttar öskufall

23.04.2010 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekki hafa orðið miklar breytingar á eldgosinu í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Lítilsháttar öskufall er í Fljótshlíð, í Landeyjum og á Hvolsvelli og mistur með fjöllum og yfir sjó, enda fýkur upp af Markarfljótsaurum. Undir Eyjafjöllum er hreinsunarstarf í fullum gangi. Þangað mættu meðal annars í morgun slökkviliðsmenn, úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu að spúla ösku af þökum. Aðrir skafa bæjarhlöðin og aka drullunni í burtu.