Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Lítil skref

Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.

Flytjandi: 

Fullt nafn: María Ólafsdóttir

Aldur: 21 árs

Fyrri störf í tónlistinni: Ég hef verið að syngja frá því að ég man eftir mér og byrjaði 10 ára að leika bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum hér á landi. Ég hef meðal annars verið í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu og Michael Jackson sjóvi á Broadway. Núna er ég að leika Ronju Ræningjadóttur í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sem hefur gengið rosalega vel. Síðastliðin ár hef ég síðan verið að vinna mikið með StopWaitGo í alls konar söngverkefnum. 

Hver er forsaga lagsins: Strákarnir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að syngja lag fyrir Söngvakeppnina sem ég að sjálfsögðu var til í! Þeir eru snillingar og þekkja mig og mína rödd svo vel þannig ég vissi að lagið myndi henta mér vel. Ég heillaðist alveg af því frá upphafi. 

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina? Já, lagið var samið fyrir Eurovision.

 

Höfundar lags og texta:

Fullt nafn: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Aldur: Pálmi er 26 og Sæþór og Ásgeir 24 ára.

Fyrri störf í tónlistinni: Við stofnuðum saman StopWaitGo fyrir fimm árum og saman höfum sýslað allt mögulegt í músík á Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi síðan þá.

Hver er forsaga lagsins: Lítil Skref er eitt af þessum lögum sem eiginlega samdi sig sjálft og varð í raun að mjög miklu leyti til á einni kvöldstund. Það var alltaf stefnan að fara með Maríu í keppnina enda er hún með stóra og mikla rödd. Þetta lag þótti okkur fullkomið fyrir hana og hennar rödd svo það var ákveðið að slá til.

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Já!

 

Lítil skref: 

Tek lítil skref

Og reyni að gleyma

Gleyma því sem þú sagðir

 

Lítil skref

Og stari út í myrkrið

Geng hægt í áttina frá þér

 

Eftir langri slóð

Langri slóð

 

Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér

Lítil skref

Og mun ekki stoppa

Held áfram í áttina frá þér

Og ég verð heil á ný

Heil á ný

Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér

 

Tek lítil skref

En þegar ég horfi til baka

Sé ég þig varla í fjarska

 

Sé bara langa slóð

Langa slóð


Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér

Lítil skref

Og mun ekki stoppa

Held áfram í áttina frá þér

Og ég verð heil á ný

Heil á ný

Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér

 

Eftir langri slóð

Slóð

 

Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér

Lítil skref

Og mun ekki stoppa

Held áfram í áttina frá þér

Og ég verð heil á ný

Heil á ný

Tek lítil skref

En held alltaf áfram

Held áfram í áttina frá þér