Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Lítið traust til fjármálafyrirtækja

04.07.2013 - 11:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti almennings ber mjög lítið eða frekar lítið traust til fjármálafyrirtækja hér á landi. Þá er yfir helmingur almennings mjög neikvæður eða neikvæður í garð fjármálafyrirtækja hérlendis. Þetta kemur fram í nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf.

Í könnuninni er skoðað viðhorf almennings gagnvart aðalviðskiptabanka sínum, aðaltryggingafélagi og viðhorfi til fjármálafyrirtækja hérlendis. Í apríl 2007 voru yfir 60% mjög eða frekar jákvæðir í garð fjármálafyrirtækja hér á landi almennt, en í júní þessa árs eru rúmlega 10% mjög eða frekar jákvæðir. Þessum hópi fækkar því um rúmlega 80%. Þeir sem bera mjög eða frekar lítið traust til fjármálafyrirækja eru tæplega 55%. 

Hlutfall þeirra sem bera mjög eða frekar mikið traust til aðalviðskipabanka síns hefur aukist um tæp 20 prósentustig frá maí 2010. Sömuleiðis hefur traust almennings til aðaltryggingafélags síns aukist um tæp 20 prósentustig. 

912 manns svöruðu könnununni úr handahófskenndu úrtaki úr hópi álitsgjafa MMR.