Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Listaverk úr brauðdeigi

Mynd: i8 gallerí / i8 gallerí

Listaverk úr brauðdeigi

31.10.2016 - 16:04

Höfundar

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fjallar um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar í nýrri innsetningu í aðalsal Hafnarborgar í Hafnatrfirði. 

„Í Bakaríinu voru gestir og gangandi í raun að skapa arkitektúr í samvinnu við brauð"

Frummyndir verkanna eru að hluta sóttar í Bakarí, viðburð sem haldin var í Hafnarborg  í vor sem leið. Þar var almenningi boðið að móta byggingarlist í deig sem síðan var bakað. Þau verk hafa nú verið stækkuð upp og skapa nýtt og framandi umhverfi aðalsal Hafnarborgar.

Í verkum sínum notar Egill bæði form og frásögn sem vísa í menningar- og listasögu og eru allt í senn, vettvangur gjörninga, skúlptúrískra innsetninga og þrívíðra teikninga.

Með því að smella á myndina hér fyrir ofan má hlíða á Egil segja frá sýningu sinni í þættinum Víðsjá á Rás 1.