Listaukar rýna í Reykjavík Dance Festival

29.11.2014 - 18:19
Dans · Leiklist · Leiklist · Listaukinn
Mynd með færslu
 Mynd:
Þau Karen María Jónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson voru send í óvissuferð að upplifa sýningar á Reykjavík Dans Festival sem hófst síðasta miðvikudag.

Þau voru beðin að upplifa sýningar sem voru á dagskrá fyrstu tvo dagana, miðvikudag og fimmtudag.

Hægt er að hlusta á þau með því að smella á myndina/tengilinn hér fyrir ofan.

Reykjavík Dance Festival er eina danslistahátíðin á Íslandi. Á síðustu 12 árum hefur RDF sinnt stöðugt vaxandi áhuga á dansi og danslist með frumsýningum á nýjum íslenskum dansverkum og innflutningi á erlendum danshöfundum. Markmið hátíðarinnar hefur ávallt verið að þenja mörk danslistarinnar, virkja íslenska áhorfendur, skapa hið óvænta og síðast en ekki síst -  að koma fólki út á dansgólfið. Umfang Festivalsins hefur vaxið með hverju ári frá stofnun, en í ár var sú ákvörðun tekin að fjölga árlegum viðburðum hátíðarinnar í fjóra og mynda þannig síendurtekinn hjartslátt danslistar ár hvert með útgáfum í ágúst, nóvember, febrúar og maí ár hvert. 

Nú í nóvember beinir hátíðin kastljósinu að poppmenningu og hvernig áhrifa hennar gætir í dansinum, á sviðinu, í útvarpinu og víðar. Á meðal dagskráratriða á hátíðinni að þessu sinni eru innlendar og erlendar samtímadanssýningar í Tjarnarbíó, tónleikadansverk í Mengi og heitapottsumræður í Sundhöll Reykjavíkur með sviðslistafólki og dansunnendum!

Listaukinn er á dagskrá á laugardögum kl. 17:00 - 18:00 á Rás 1. Þátturinn síðan endurfluttur næsta mánudag á eftir kl. 15:03

Í þættinum eru gestir sendir á stefnumót við list- og menningarviðburði. Þeir snúa síðan aftur og segja hlustendum frá upplifun sinni af stefnumótinu. Þá er lista- eða fræðimaður heimsóttur og kannað hvað hann er með í deiglunni.

Umsjón: Viðar Eggertsson

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi