Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Listaháskólinn og Útvarpsleikhúsið í samstarf

Mynd með færslu
 Mynd: Listaháskóli Ísland - Listaháskóli Íslands

Listaháskólinn og Útvarpsleikhúsið í samstarf

19.09.2017 - 11:22

Höfundar

Útvarpsleikhús RÚV og Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Á samningstímabilinu munu útskriftarhópar leikarabrautar spreyta sig í nýjum leikverkum sem samin verða sérstaklega fyrir hópinn og frumflutt á vegum Útvarpsleikhússins.

Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld vinnur nú að verki sem núverandi útskriftarhópur mun taka upp í vetur og mun Stefán Hallur Stefánsson leikstýra verkinu. Meðal annarra verkefna má nefna námskeið í skapandi útvarpsvinnu sem nemendum stendur til boða.  

Markmið samstarfsins er að mennta sviðslistanema og auka skilning þeirra á möguleikum útvarps sem skapandi miðils og veita þeim tækifæri til þess að spreyta sig á miðlinum með margs konar hætti í námi sínu, með tilraunum og þátttöku í listrænu ferli undir handleiðslu fagfólks.