Línubátur strandaði í Patreksfirði

25.11.2018 - 21:31
Vesturbyggð Patreksfjörður
 Mynd: Jóhannes Jónsson
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld eftir að línubáturinn Núpur strandaði í Patreksfirði. Björgunarskip frá björgunarsveitinni Blakki fór á vettvang ásamt dráttarbátnum Garðari Jörundssyni frá Patreksfjarðarhöfn. Engin hætta var talin vera á ferðum enda blíðskaparveður á þessum slóðum og var þess beðið að fá öflugri bát til að draga línubátinn af strandstað.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi