Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lilja og Bjarni leiða aftur VG í NV-kjördæmi

Mynd með færslu
Lilja Rafney Magnúsdóttir Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir og varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi eins og fyrir síðustu kosningar. Kjördæmisráð Vinstri grænna samþykkti listann á fundi sínum á Hótel Bjarkalundi í kvöld. Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi, situr í þriðja sæti listans, en hann var í fjórða sætinu í fyrra.

Listinn í heild sinni er svona:

 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri.  
 2. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður, Skagafirði. 
 3. Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi. 
 4. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og yfirnáttúrubarn, Hólmavík. 
 5. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð.  
 6. Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi.  
 7. Reynir Eyvindsson, verkfræðingur, Akranesi. 
 8. Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi. 
 9. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði. 
 10. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð. 
 11. Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi. 
 12. Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi. 
 13. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.
 14. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi.
 15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík. 
 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.

Uppfært kl. 22.16:
Upphaflega sagði í fréttinni að Rúnar Gíslason hefði setið í 6. sæti listans í fyrra. Það var ekki rétt – hann hafnaði í 6. sæti í forvali flokksins í kjördæminu en var í 4. sæti á endanlegum lista.

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV