Lilja Rafney Magnúsdóttir Mynd: Anton Brink - Ruv.is

Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.
Lilja og Bjarni leiða aftur VG í NV-kjördæmi
03.10.2017 - 20:57
Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir og varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi eins og fyrir síðustu kosningar. Kjördæmisráð Vinstri grænna samþykkti listann á fundi sínum á Hótel Bjarkalundi í kvöld. Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi, situr í þriðja sæti listans, en hann var í fjórða sætinu í fyrra.
Listinn í heild sinni er svona:
- Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri.
- Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður, Skagafirði.
- Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi.
- Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og yfirnáttúrubarn, Hólmavík.
- Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð.
- Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi.
- Reynir Eyvindsson, verkfræðingur, Akranesi.
- Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi.
- Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði.
- Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð.
- Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi.
- Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi.
- Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.
- Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi.
- Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík.
- Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.
Uppfært kl. 22.16:
Upphaflega sagði í fréttinni að Rúnar Gíslason hefði setið í 6. sæti listans í fyrra. Það var ekki rétt – hann hafnaði í 6. sæti í forvali flokksins í kjördæminu en var í 4. sæti á endanlegum lista.