Líkt en ekki stolið

Mynd með færslu
 Mynd:

Líkt en ekki stolið

03.02.2013 - 12:48
Lagið Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson í flutningi Eyþórs Inga verður framlag Íslands í Evróvisjon-keppninni í ár. Mikil umræða spratt upp á netinu í gær um að lagið væri stolið. Liðsstjóri Evrovision-hópsins segir lagið vissulega líkt öðru lagi, ekki sé hægt að tala um lagastuld.

Strax eftir að úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins lágu fyrir í gærkvöldi spratt upp mikil umræða á Facebook um lagið og þótti mörgum það grunsamlega líkt laginu I Am Cow með hljómsveitinni Arrogant Worms.

Jónatan Garðarsson liðsstjóri Evróvision-hópsins hafnar því að lagið sé stolið, en hefur þó hvatt höfunda lagsins til þess að fá sérfræðiálit hjá STEF. Hann segir að Ég á líf hafi írskan tón og írskættuð lög séu mörg hver sviplík. Hann segir að þeir hafi hlustað á lögin tvö, borið þau saman og athugað hvort það væru margir taktar sem væru svipaðir. Jónatan segir að það séu vissulega hljómar sem séu svipaðir og partur af laglínu en lagið í heild sinni er ekki það líkt að hægt sé að tala um lagastuld.

Tengdar fréttir

Söngvakeppnin

Ég á líf verður framlag Íslands

Mannlíf

Ég á líf og Ég syng! keppa um sigurinn