Lík Mandela á viðhafnarbörum

Mynd með færslu
 Mynd:

Lík Mandela á viðhafnarbörum

11.12.2013 - 21:29
Fjöldi fólks lagði í dag leið sína í stjórnarráðsbyggingar Suður-Afríku í Pretoríu, þar sem lík Nelsons Mandela, fyrrum forseta landsins, liggur á viðhafnarbörum.

Mannfjöldi fylgdist með því þegar lík Mandela var flutt frá sjúkrahúsi í borginni til stjórnarráðsins. Það verður til sýnis þar í þrjá daga. Fjölskylda Mandela, þjóðarleiðtogar víðsvegar að og almenningur vottuðu Mandela virðinga sína og raðir mynduðust við líkkistu hans. Mandela verður borinn til grafar í heimabæ sínum, Qunu í austurhluta landsins, á sunnudag.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Tugþúsundir á minningarathöfn um Mandela

Stjórnmál

Lífshlaup Nelsons Mandela

Stjórnmál

Þáttur Mandela seint metinn til fulls

Stjórnmál

„Mandela var táknmynd frelsis og vonar“