Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestiu ehf. fyrir 20 milljarða króna af NBI hf. (Landsbankanum.) Í tilkynningu segir að þar með eignast lífeyrissjóðirnir fyrirtækin Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, HugurAx, Plastprent og Húsasmiðjuna. Landsbankinn mun jafnframt eignast 30 % hlut í sjóðnum og leggja honum til allt að 18 milljörðum króna.