Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Lífeyrissjóðirnir eignast Vestiu

20.08.2010 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestiu ehf. fyrir 20 milljarða króna af NBI hf. (Landsbankanum.) Í tilkynningu segir að þar með eignast lífeyrissjóðirnir fyrirtækin Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, HugurAx, Plastprent og Húsasmiðjuna. Landsbankinn mun jafnframt eignast 30 % hlut í sjóðnum og leggja honum til allt að 18 milljörðum króna.

Framtakssjóður Íslands var formlega stofnaður í desember í fyrra af sextán lífeyrissjóðum innan vébanda Landssambands líffeyrissjóða til þess að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs. Hann hefur áður keypt í Icelandair fyrir um 3 milljarða króna en hann hefur um 30 milljarða til ráðstöfunar.