Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lifandi ferli lífvana efna

Mynd: RÚV / RÚV

Lifandi ferli lífvana efna

10.01.2018 - 11:35

Höfundar

„Ég er í rauninni alltaf að stilla upp aðstæðum fyrir efnislega ferla til að performera,“ segir Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður um sýningu sína Garður, sem stendur yfir í Hafnarhúsínu. Þar hefur hún hafa umbreytt skjannahvítu grjóti í marglita skúlptúra sem taka sífelldum breytingum.

Á sýningunni vinnur Anna Rún með íslenskt grjót sem hún er búin að meðhöndla og breyta í hvíta skúlptúra. Fyrir ofan hanga flöskur með vatnslitum í sem hafa seytlað á grjótið og umbreyta því. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

„Sýningin er lifandi ferli lífvana efna, þegar þau snertast og vinna saman eru þau lifandi og umbreytast,“ segir Anna Rún.  „Á skúlptúrunum er efni, þeir eru hjúpaðir meðal annars með salti sem bregst mikið við vökva. Það kristallast og myndar skel. Vökvinn holar saltið og er þá í rauninni að vinna á steinunum.“Þyngdaraflið leikur lykilhlutverk í sýningunni, bæði í  skúlptúrunum og vatnslitamyndum sem hanga á veggjunum.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

„Ég er að vinna með nákvæm og viðkvæm viðbrögð pappírsins við vökva. Þyngdaraflið hefur áhrif á hvernig trefjarnar í pappírnum liggja. Þetta er eins konar strönduð form sem vísa í náttúruna en hafa líka óljósa vísan í hið manngerða.“

Titill sýningarinnar er Garður og hefur tvíræða merkingu. Hann getur bæði vísað til manngerðrar náttúru og hins villta.  Anna Rún segist hafa verið að hugleiða stöðu mannsins gagnvart náttúrunni og hvernig hann skilgreinir sig gagnvart henni.„Samfélagið okkar krefur okkur um að standa alltaf gegn henni. Við lifum á tímum sem eru skilgreindir sem mannsöld, öldin sem manneskjan hefur mest áhrif á allan framgang jarðarinnar. En það sem mér finnst svo áhugavert er að efnisheimurinn, það sem jörðin er búin til úr, finnur alltaf sinn farveg og sína leið og muna lifa okkur, manneskjuna, endalaust.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Sýning Önnu Rúnar stendur til 14. janúar. Rætt var við hana í Menningunni og má horfa á viðtalið hér að ofan.