Líf sækist ein eftir oddvitasæti VG

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Hansson - Ragnar Hansson
Framboðsfrestur í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í vor rann út á miðnætti. 11 bjóða sig fram í fimm efstu sæti listans. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti flokksins í Reykjavík, er eini frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu á listanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörnefnd.

Flokkurinn fékk einn mann kjörinn í borgarstjórn í kosningunum árið 2014.

Forval Vinstri grænna í Reykjavík fer fram 24. febrúar næstkomandi. Eftirfarandi framboð bárust:

Björn Teitsson, blaðamaður, 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, 2. sæti.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, 3. til 5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, 2 til 4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, 4 til 5. sæti.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, 4. til 5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, 3. sæti.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi