Tugir samkynja para hafa gengið í samkynja hjónaband á Nýja-Sjálandi í morgun, en lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra tóku gildi í dag.
Nýja-Sjáland er þar með fjórtánda ríkið í heiminum og það fyrsta af Kyrrahafsríkjum Asíu til að heimila fólki að giftast óháð kynferði. Fyrstu hjónavígslum dagsins var útvarpað á tveimur útvarpsstöðvum. Breytingar á lögum um hjónabönd voru samþykktar á nýsjálenska þinginu í apríl. Lögum sem bönnuðu samkynhneigð í Nýja-Sjálandi var breytt 1986.