Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum

07.09.2018 - 19:28
Mynd með færslu
Í Hafnarfirði. Mynd úr safni.  Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gæludýrahald verði leyft í félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Því er íbúum nú leyfilegt að halda hunda eða ketti.

Ef inngangur er sameiginlegur eða af stigagangi þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. Ef sérinngangur er í íbúðir er gæludýrahaldið leyfilegt. Fram til þessa hafa gæludýr ekki verið leyfð í félagslegum íbúðum í Hafnarfirði.