Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Létt og fitulítið fé í upphafi sláturtíðar

03.09.2015 - 17:00
Suðureyri súgandafjörður Suðureyri súgandafjörður
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Það fé sem slátrað hefur verið er léttara og fituminna en oft áður. Þetta segir vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík en slátrun hófst þar í gær. Hann segir að hlýindin, sem spáð er, gætu gert bændum erfiðara fyrir í smölun þar sem féð sæki síður niður í góðu veðri.

Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri hjá Norðlenska á Húsavík segir meðalvigtina í upphafi sláturtíðar í ár heldur lægri en verið hefur.

„Við erum undir 15 kíló í meðalvigt núna þannig að munurinn er alveg 1.4 kíló bara miðað við byrjunina. En við megum ekki gleyma því að árið í fyrra var mjög sérstakt og meðalvigt á húsinu hér var sú hæsta á landinu sem er auðvitað algjört nýnæmi.“

En það er ekki bara það að féð sé léttara heldur er það einnig fituminna. Sigmundur segir þó enn von til þess að féið þyngist.

En það er kannski ekki öll von úti það eru hlýindi framundan og vonandi styrkist þetta.

En góða veðrið sem spáð er ekki endilega bara af hinu góða. Það getur líka gert bændum erfiðara fyrir í smölun þar sem að féð kemur síður sjálft niður af fjalli ef það er mjög hlýtt.

Eins og staðan er núna þá kemur fé ekki niður og það er það verulega erfiðra að fyrir bændur að sækja það uppfyrir. Og hitaspáin er bara upp undir 18 gráður og það veldur bændum verulega erfiðleikum að sækja fé.

 

Freyja Dögg Frímannsdóttir
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir