Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lést í vinnuslysi á Ísafirði

07.09.2018 - 17:31
Mynd með færslu
Frá vettvangi slyssins. Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Sjötugur karlmaður lést í vinnuslysi á Ísafirði, nánar tiltekið í botni Skutulsfjarðar, rétt fyrir klukkan 14:00 í dag. Hann varð undir hlera dráttarvagns, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Slysið varð þegar verið var að undirbúa affermingu. Lögreglan á Vestfjörðum og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir