Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Lesið í setlög í Vesturbænum

13.09.2013 - 19:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Nemar í setlagafræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands nota grunninn að Húsi íslenskra fræða til þess að fræðast um setlög.

Lokið hefur verið við að grafa grunn að Húsi Íslenskra fræða sem rísa á við Suðurgötu. Ekki er vitað hvor haldið verður áfram með húsið og er beðið eftir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á meðan blasir við gapandi grunnurinn og fékk prófessor við Háskólann þá hugmynd að nota tækifærið og kenna þar setlagafræði. Hátt í 30 nemendur stunda nú nám í grunni húss íslenskra fræða.

Halldóra Björk Bergþórsdóttir aðstoðarkennari og MA nemi í jarðfræði segir að þetta sé frábært tækifæri fyrir nemendur til að skoða sitt nánasta umhverfi, hvernig það var fyrir 100 þúsund árum og 10 þúsund árum. 

Neðst er Reykjavíkurgrágrýti sem myndaðist fyrir hundraðþúsund árum. Þar fyrir ofan er setlag með skeljum og annað sem gefur til kynna að hér hafi verið ís. Auk þess má sjá setlag sem er mjög þétt og gefur til kynna að eðja hafi farið hér yfir.